Daði á siglingu í veðbönkum

Daði og Gagnamagnið eru á siglingu.
Daði og Gagnamagnið eru á siglingu. Eggert Jóhannesson

Íslandi er nú spáð fimmta sæti í Eurovision-keppninni sem fer fram síðar í þessum mánuði. Daði og Gagnamagnið, sem fara fyrir Íslands hönd í keppnina, hafa verið á töluverðri siglingu í veðbönkum undanfarnar vikur og skotist upp úr níunda sæti í það fimmta á bæði Eurovisionworld og Oddschecker.

Upphaflega var Daða spáð sigri í keppninni en það var áður en hann hafði opinberað lagið 10 Years. Eftir að það var opinberað féll lagið niður í 9. sæti í veðbönkum. Útgáfa tónlistarmyndbandsins virtist lítil áhrif hafa á veðbankana. 

Daði og Gagnamagnið hafa þó verið að sækja í sig veðrið. Þau gáfu út tölvuleik fyrir stuttu síðan og í vikunni gáfu þau út bjórinn 10 Beers. Hvort það hafi áhrif á gott gengi í veðbönkum er þó ekki hægt að segja til um.

Eurovision fer fram í Rotterdam 18., 20. og 22. maí næstkomandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir