Ætlar ekki að vinna með Franco vegna ásakana

Seth Rogen ætlar ekki að vinna með James Franco aftur …
Seth Rogen ætlar ekki að vinna með James Franco aftur í bráð. Ástæðan er að fjöldi kvenna hefur sakað hann um að beita þær kynferðsofbeldi. Samsett mynd

Leikarinn Seth Rogen hyggst ekki vinna með leikaranum James Franco aftur vegna fjölda ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Franco. 

Rogen og Franco hafa unnið að nokkrum verkefnum í gegnum árin og hafa verið góðir vinir. 

„Sannleikurinn er sá að ég er ekki að vinna með honum og stefni ekki að því í bráð,“ sagði Rogen í viðtali við Sunday Times þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að vinna með honum aftur. 

„Það sem ég get sagt er að ég fordæmi ofbeldi og áreitni, og ég myndi aldrei hylma yfir eða fela slíkt ef ég yrði vitni að því, eða vitandi setja aðra í aðstæður með mönnum sem hafa orðið uppvísir að slíku,“ sagði Rogen. 

Í janúar 2019 stigu fimm konur fram og ásökuðu hann opinberlega um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Leikarinn neitaði ásökunum. Tvær konur, Sarah Tither-Kaplan og Toni Gaal, lögðu fram kæru á hendur Franco árið 2019 og sögðu hann hafa beitt sig kynferðisofbeldi undir því yfirskini að hann væri að fræða þær í leiklistarskólanum sínum Studio 4. Franco og konurnar náðu sáttum í málinu.

Í síðasta mánuði opnaði leikkonan Charlyne Yi sig á Instagram um að hún hefði reynt að hætta í kvikmynd Francos, The Disaster Artist, eftir að hún frétti af ásökunum gegn honum. Hún sagði hann hafa reynt að múta sér með stærra hlutverki. Þá sagði hún Rogen vera einn af þeim sem hylmdu yfir með Franco. 

„Seth Rogen var einn af framleiðendum myndarinnar, þannig að hann vissi klárlega um múturnar og af hverju ég hætti,“ sagði Yi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir