Gísli Marteinn skaut fast á Ísrael

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. Ljósmynd/Aðsend

„Öfugt við það sem margir vafalaust telja fjallar lagið „Set me free“ ekki um þá Palestínumenn sem eru fangar í eigin landi í landtökubyggð Ísraela heldur er þetta klassískt ástarlag.“

Þetta sagði Gísli Marteinn Baldursson, kynnir Íslands á Eurovision í Rotterdam, áður en komið var að flutningi framlags Ísraels í keppni kvöldsins.

„Við fáum hér eldvörpur og sprengjur en með áberandi minni hætti en áður hjá Ísraelsmönnum; hugsanlega eru þeir uppteknir við að beina sprengjunum í aðrar áttir þessa dagana,“ sagði Gísli Marteinn.

Átök Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gaza-svæðinu hafa stigmagnast síðustu daga. Minnst 213 Palestínumenn hafa þegar látið lífið, frá því átök hófust í síðustu viku, þar af ekki færri en 61 barn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir