Liðsmaður Gagnamagnsins smitaður

Daði og Gagnamagnið á æfingu í Rotterdam.
Daði og Gagnamagnið á æfingu í Rotterdam. AFP

Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið.

Niðurstöður úr skimuninni bárust rétt í þessu og í ljós kom að einn meðlimur Gagnamagnsins reyndist smitaður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV þar sem segir að nánari upplýsingar verði veittar síðar.

Miðað við þessar upplýsingar má telja ólíklegt að Daði og Gagnamagnið stígi á svið í undanúrslitum Eurovision á morgun og að upptaka frá æfingu hópsins verði þessi í stað notuð í útsendingunni.  

Hópurinn átti að taka þátt í svokölluðu dómararennsli í kvöld.

Einn úr íslenska Eurovision-hópnum hefur áður greinst með veiruna og fór hópurinn í sóttkví af þeim sökum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar