Árný úr Gagnamagninu með Covid

Árný Fjóla Ásmundsdóttir.
Árný Fjóla Ásmundsdóttir. Ljósmynd/Daði Freyr Pétursson

Árný Fjóla Ásmundsdóttir úr hljómsveitinni Gagnamagninu er með Covid-19. Hún greinir frá þessu í færslu á instagram-síðu sinni. 

Árný segist þó bæði hress og einkennalaus:

„Endum þetta ævintýri á einu hressu Covid-smiti í viðbót! Þessi ólétta og bólusetta kona var greind með Covid í dag. Eftir að prófið mitt týndist á flugvellinum í gær brunaði ég í annað í morgun. Ég er samt drulluhress og einkennalaus. Förum varlega og verum góð hvert við annað. Ást og friður,“ segir Árný. 

Daði og Gagnamagnið kepptu fyrir hönd Íslands í Eurovision á …
Daði og Gagnamagnið kepptu fyrir hönd Íslands í Eurovision á laugardaginn. Árný er lengst til vinstri á myndinni. AFP

Daði og Gagnamagnið komu til Íslands í gær eftir ansi skrautlega Eurovision-ferð til Rotterdam þar sem hljómsveitin lenti í fjórða sæti. Þá eru tveir einstaklingar úr íslenska hópnum enn í Rotterdam en þeir höfðu áður greinst með Covid. Árný er því sú þriðja úr íslenska hópnum til að smitast af Covid.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir