Gullkista af stórskrýtnum blaðagreinum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Did you know that Ice­land is green and Green­land is icy?“ var spurn­ing sem hljóðlista­kon­an Ingi­björg Friðriks­dótt­ir, sem geng­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Inki, heyrði í sí­fellu þegar hún sagði Banda­ríkja­mönn­um að hún væri frá Íslandi. Her­seta Banda­ríkja­manna á Íslandi í seinni heimstyrj­öld var al­mennt ekki nefnd. 

    Ingi­björg sendi ný­verið frá sér plötu og bók­verk sem eru hlut­ar af verk­inu Quite the Situati­on, eða Meira ástandið. Þriðji hlut­inn er víd­eó­verk sem frum­sýnt verður á Lista­hátíð í Reykja­vík 12. júní næst­kom­andi.

    Ingi­björg er gest­ur í nýj­asta þætti Dag­mála.

    Sam­tím­inn með hliðsjón af fortíðinni

    „Nú er Am­er­íka þjóð sem hef­ur [verið með her í land­inu] sem ég er frá en það eina sem þeir vita er staðreynd sem kom fram í Mig­hty Ducks 2,“ seg­ir Ingi­björg sem var bú­sett í Banda­ríkj­un­um um nokk­urra ára skeið. Hug­mynd um að skapa verk sem teng­ist þess­ari veru Banda­ríkja­hers á Íslandi fór að gerj­ast í huga Ingi­bjarg­ar og hef­ur afurðin nú litið dags­ins ljós í formi Meira ástands­ins

    Þó að verkið fjalli ekki um ástandið sem slíkt, held­ur frem­ur sam­tím­ann með hliðsjón af fortíðinni, sótti Ingi­björg sér inn­blást­ur í „gull­kistu af stór­skrýtn­um blaðagrein­um“. Blaðagrein­arn­ar fjölluðu um sam­skipti ís­lenskra kvenna við her­menn. Úr þeim týndi hún til setn­ing­ar sem eru lík­lega hálf­hlægi­leg­ar í eyr­um nú­tíma­fólks. 

    Frétt­in hefu verið upp­færð

    Viðtalið við Ingi­björgu í heild sinni má nálg­ast með því að smella hér. 

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Hrútur

    Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Torill Thorup
    2
    Sofie Sar­en­brant
    3
    Unni Lindell
    5
    Erla Sesselja Jens­dótt­ir
    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Hrútur

    Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Torill Thorup
    2
    Sofie Sar­en­brant
    3
    Unni Lindell
    5
    Erla Sesselja Jens­dótt­ir
    Loka