Í morgun var greint frá því að tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, muni stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Eyjum. Öfgar, hópur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær óska eftir svörum frá þjóðhátíðarnefnd um hvernig réttlæta megi valið. Yfir hundrað konur skrifa undir yfirlýsinguna.
Vísa þær í umræðu sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur þar sem konur hafa opinberlega sakað þjóðþekktan tónlistarmann um kynferðislega áreitni, án þess þó að nefna hann á nafn.
Talskonur hópsins segja í samtali við mbl.is að sín fyrstu viðbrögð við fréttunum hafi verið ógleði og sjokk. „Í hreinskilni sagt voru fyrstu viðbrögð ógleði og sjokk. Við höfðum sent þjóðhátíðarnefnd undirskriftalista varðandi að fá svör um hver myndi koma fram. Einnig buðum við fram ráðgjöf, þeim að kostnaðarlausu, varðandi uppsetningu á dagskrá sem útilokar ekki konur og ræður meinta afbrotamenn. Það var algjörlega hunsað og síðan fengum við þetta í andlitið,“ segja konurnar.
Aðspurðar hvort þjóðhátíðarnefnd ætti að taka til greina umræðuna á samfélagmiðlum við valið á listamönnum segja konurnar að umræðan ætti tvímælalaust að hafa áhrif.
„Sérstaklega með tilliti til þess að það eru nauðganir tilkynntar á Þjóðhátíð á hverju ári. Þarna er starfandi Bleiki fíllinn sem segist berjast gegn nauðgunum sem ætti að stíga inn og gagnrýna. Einnig myndum við halda að umsjónarfólk hátíðarinnar væri allt af vilja gert til að sýna samfélagslega ábyrgð hvað varðar öryggi kvenna. Gefa gerendum fingurinn í stað þolenda. En nei, frekar er þolendum gefinn fingurinn, eitt stórt fokkjú,“ segja konurnar.
Þær segja að meintum þolendum sé ekki bara gefinn fingurinn í þessu tilviki heldur þolendum í heild sinni.
„Þolendur reyna ítrekað að skila skömminni, með byltingum á borð við #metoo, #þöggun, #sagðinei, #höfumhátt, #konurtala. Fólk virðist hlusta en heldur síðan áfram í gegnum lífið blint á þetta. Fólk hættir að hlusta eða gleymir og gerendur taka sitt pláss til baka, eftir lítinn sem engan skaða á mannorði. Á meðan hrekjast þolendur burt, með laskað mannorð og ásakanir um lygar. Fólk reynir samt ekki að gera betur. Það rökstyður sig sjálft að slaufunarmenning (e. cancel culture) í íslenskum tónlistarheimi er ekki til,“ segja konurnar.
Þær segja Ingó vera góðan tónlistarmann en hann sé ekki ómissandi. „Það er vel hægt að finna annan í hans stað. Af hverju er ekki hægt að ráða t.d. Jón Jónsson eða Friðrik Dór? Hvað hefur Ingó fram yfir þá? Fyrir utan þá meintar ásakanir um alls konar misjafna hegðun. Þegar margar meintar ásakanir eru í gangi þá ætti hann að halda sig til hlés. Halda sig frá sviðsljósinu, reyna að taka minna pláss, axla ábyrgð og gera betur. Eftir allar þessar byltingar, til og með tvær me too-byltingar, ættum við að vera komin lengra,“ segja konurnar.
Frétt uppfærð klukkan 15:27:
Mbl.is óskaði eftir svörum frá formanni þjóðhátíðarnefndar í morgun en hefur enn ekki borist svör.
Öfgar og AGN (Aktívismi gegn nauðgunarmenningu) vilja koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri:
Við í Öfgum (hópur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok) ásamt konum úr AGN (Aktívismi gegn nauðgunarmenningu á Facebook) óskum svara frá þjóðhátíðarnefnd, hvernig þetta sé réttlætanlegt. Hvers vegna er meira virði að ráða meinta kynferðisbrotamenn en að virða þolendur? Hérna er heldur ekki bara tal um einn meintan geranda, eða tvo. Heldur er einnig ráðinn meintur eltihrellir. Hvernig er það réttlætanlegt? Hvernig ætlið þið að berjast gegn nauðgunum á Þjóðhátíð ef þið ráðið til ykkar meinta gerendur, sem sýnir skýra afstöðu ykkar gegn þolendum?
Af hverju að taka áhættuna eftir ítrekaðar ábendingar um meinta misjafna hegðun? Hvernig væri að leyfa þolendum að njóta vafans? Af hverju hallar alltaf á konur hjá ykkur? Af hverju virðist lítill vilji vera til að gera betur?
Þið flotta tónlistarfólk – nú gerum við okkur grein fyrir því að þetta er klíka í tónlistarheiminum en er einhver séns að þið hjálpið okkur í þessari baráttu? Setjið niður fótinn? Við biðlum til ykkar. Stöndum með þolendum og leyfum þeim að njóta vafans. Hættum að ráða meinta gerendur á kostnað tónlistarkvenna og þolenda.
Virðingarfyllst – Öfgar,
Ólöf Tara Harðardóttir
Hulda Hrund Sigmundsdóttir
Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir
Helga Benediktsdóttir
Ninna Karla Katrínardóttir
Anna Sonde
Aðalheiður Fríða Hákonardóttir
Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir
Ásamt AGN
Elín Hulda Harðardóttir
Birgitta Sigurðardóttir
Sigrún Huld Skúladóttir
Steinunn Hákonardóttir
Elsa Björk Harðardóttir
Helga Vala Garðarsdóttir
Særún Ösp Þorláksdóttir
Inga Rós Vatnsdal
Eyrún Eva Gunnarsdóttir
Fjóla Heiðdal
Tinna Haraldsdóttir
Ingveldur Gísladóttir
Kristín Jónsdóttir
Ragna Björk Ragnarsdóttir
Ólína Lind Sigurðardóttir
Jóhanna Perla Gísladóttir
Sólrún Einarsdóttir
Helga Ólöf
Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir
Halldóra Jónasdóttir
Silja Ástudóttir
Sigrún Ósk Arnardóttir
Matthildur G. Björk Einarsdóttir
Helga Gestsdóttir
Inga María Ólafsdóttir
Særún Magnea Samúelsdóttir
Annie Marín Vestfjörð
Hafdís Erla Jónudóttir
Friðgerður Ósk Jóhannsdóttir
Júlía Garðarsdóttir
Arna Björk Hafberg Gunnarsdóttir
Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir Âû
Sara Björk Biering
Þórhildur Löve
Anna Lind Vignisdóttir
Birta Guðmundsdóttir
Kristrún Ýr Einarsdóttir
Emma Ásudóttir Árnadóttir
Lóa
Fanný Rósa Bjarnadóttir
Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir
Edith Bech
Katrín Stefanía Klemenzardóttir
Ingibjörg Eyfjörð Hólm
Bylgja Júlíusdóttir
Ásta Þórisdóttir
Ásdís Virk Sigtryggsdóttir
Melkorka Huldudóttir
Oddrún Ólafsdóttir
Rakel Steinberg Sölvadóttir
Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir
Sunneva Holm
Freyja Fannberg Þórsdóttir
Kristín Elfa Guðnadóttir
Tanja Andersen Valdimarsdóttir
Kristín Erla Benediktsdóttir
Sandra Rut Skúladóttir
Elva Dögg Blumenstein
Kristbjörg Sigtryggsdóttir
Hallveig Hörn
Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir
Hildur Guðbjörnsdóttir
Sjöfn Friðriksdóttir
Birgitta Rós Björnsdóttir
Gerður Yrja Ólafsdóttir
Sigurlaug Lára
Hildur Sigurðardóttir
Erla Einarsdóttir
Sigrún Sól Ólafsdóttir
Eyrún Eva Gunnarsdóttir
Sigrún Huld
Ásdís Ágústsdóttir
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir
Margrét Heiður Jóhannsdóttir
Elísabet Kristjánsdóttir
Karin Eva Hermannsdóttir
Sunna Björg
Elín Kona Eddudóttir
Rebekka Rosinberg
Ragna Björg Björnsdóttir
Elísa Snæbjörnsdóttir
Kristín Stefánsdóttir
Þórunn Vignisdóttir
Sigrún Fanney
Freydís Dögg Steindórsdóttir
Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir
Helena Þóra Kærnested
Edda Rún Aradóttir
Dóra Dögg
Erna Sigrún
Eija Jansdotter
Magnea Jónasdóttir
Urður Bergsdóttir
Steinunn Diljá Högnadóttir
Sigríður Ása
Kolbrún Jónsdóttir
Anna Linda Matthiasdóttir
Ragnheiður H B Hafsteinsdóttir
Tinna Eik Rakelardóttir
Klara Mist Pálsdóttir
Maggý Helga Jóhannsdóttir Möller
Ragnhildur Erla Þorgeirsdóttir
Þórhalla Bjarnadóttir
Sóley Tómasdóttir
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir
Sigurrós Yrja Jónsdóttir
Hrafnhildur Snæbjörnsdóttir
Silja Ástudóttir
Helga Sara Henrysdóttir
Kolbrún Erna Pétursdóttir
Eva Dögg Jóhannesdóttir
Kristín Inga Jespersen
María Rut Hinriksdóttir