Lea Seydoux með kórónuveiruna

Franska leikkonan Lea Seydoux.
Franska leikkonan Lea Seydoux. AFP

Franska leikkonan Lea Seydoux gæti misst af Cannes-kvikmyndahátíðinni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. 

James Bond leikkonan er fullbólusett og án einkenna. Hún kemur fram í fjórum kvikmyndum sem sýndar verða á hátíðinni í ár. 

Cannes fer fram með nokkuð hefðbundnu sniði í frönsku riveríunni í ár og skipuleggjendur fullyrða að vel sé staðið að sóttvörnum. Þrátt fyrir það hafi verið orðrómar á sveimi um mögulegt „Cannes hópsmit“ að því er BBC greinir frá. Ásökununum hefur verið harðlega neitað af stjórnanda hátíðarinnar, Thierry Fremaux. 

„Í gær voru framkvæmd yfir 3.000 próf (á hátíðargesti) og ekkert þeirra var jákvætt. Við þurfum að greina frá þessu til að sýna að það er ekkert til í orðrómum um Cannes hópsmit,“ sagði Fremaux á laugardag. 

Seydoux, 36 ára, var ekki mætt á hátíðina þegar hún greindist með veiruna. Talsmenn hennar segi að hún fari ekki á hátíðina án samþykkis lækna. 

Allar fjórar kvikmyndanna sem Seydoux kemur fram í verða sýndar í næstu viku. Fyrst verður sýnd kvikmynd Wes Anderson, The French Dispatch, á mánudag. Á þriðjudag verður mynd Arnaud Desplechin, Deception, sýnd og á fimmtudag verða myndirnar The Story of My Wife eftir Ildiko Enyedi og France eftir Bruno Dumont sýndar. 

Þrjár myndanna eru tilnefndar til Gullpálmans, sem eru stærstu verðlaun hátíðarinnar. Seydoux vann verðlaunin sjálf árið 2013 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Blue is the Warmest Colour. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka