Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur verið fjarlægður þáttaröðinni Ófærð 3, að eigin ósk. Þetta staðfestir Agnes Johansen, einn framleiðenda Ófærðar 3.
„Hann er í litlu aukahlutverki og bað um að vera klipptur út. Við skoðuðum þetta og gátum orðið við því,“ segir Agnes í samtali við mbl.is.
Í júnímánuði síðastliðnum sendi Auður frá sér yfirlýsingu á Instagramsíðu sinni vegna háværrar umræðu á samfélagsmiðlum um meint kynferðisbrot. Játaði hann þar að hafa farið yfir mörk konu árið 2019 og ekki tekið eftir því fyrr en síðar.
Í kjölfarið sagðist hann hafa beðist afsökunar og reynt að axla ábyrgð bæði gagnvart konunni og með því að leita sér sálfræðiaðstoðar.