Aldargamalt afmælisbarn stökk úr flugvél

Hinn aldargamli Rice tók þátt í innrás Bandamanna í Normandí …
Hinn aldargamli Rice tók þátt í innrás Bandamanna í Normandí á D-deginum 1944. Skjáskot/Youtube

Bandaríkjamaðurinn Tom Rice hélt upp á 100 ára afmælið sitt á dögunum á heldur óhefðbundinn hátt þegar hann fór í fallhlífarstökk úr flugvél í 7.500 feta hæð. Aldargamla afmælisbarnið tileinkaði stökkið föllnum bandarískum hermönnum sem skiluðu sér aldrei heim eftir seinni heimstyrjöldina. 

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Rice stekkur úr flugvél en hann var fallhlífarstökkshermaður í seinni heimstyrjöldinni og tók meðal annars þátt í innrás Bandamanna 6. júní 1944 í franska bæinn Normandí við Ermasund.

Rice stökk með viðurkenndum leiðbeinandi í svokölluðu tandem-stökki þar sem bak hans var tjóðrað við maga leiðbeinanda. Þeir stukku saman og notuðust við eina fallhlíf sem leiðbeinandinn stjórnaði. 

Rice hélt upp á aldarafmælið sitt með fallhlífarstökki.
Rice hélt upp á aldarafmælið sitt með fallhlífarstökki. Skjáskot/Youtube
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup