Aldargamalt afmælisbarn stökk úr flugvél

Hinn aldargamli Rice tók þátt í innrás Bandamanna í Normandí …
Hinn aldargamli Rice tók þátt í innrás Bandamanna í Normandí á D-deginum 1944. Skjáskot/Youtube

Bandaríkjamaðurinn Tom Rice hélt upp á 100 ára afmælið sitt á dögunum á heldur óhefðbundinn hátt þegar hann fór í fallhlífarstökk úr flugvél í 7.500 feta hæð. Aldargamla afmælisbarnið tileinkaði stökkið föllnum bandarískum hermönnum sem skiluðu sér aldrei heim eftir seinni heimstyrjöldina. 

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Rice stekkur úr flugvél en hann var fallhlífarstökkshermaður í seinni heimstyrjöldinni og tók meðal annars þátt í innrás Bandamanna 6. júní 1944 í franska bæinn Normandí við Ermasund.

Rice stökk með viðurkenndum leiðbeinandi í svokölluðu tandem-stökki þar sem bak hans var tjóðrað við maga leiðbeinanda. Þeir stukku saman og notuðust við eina fallhlíf sem leiðbeinandinn stjórnaði. 

Rice hélt upp á aldarafmælið sitt með fallhlífarstökki.
Rice hélt upp á aldarafmælið sitt með fallhlífarstökki. Skjáskot/Youtube
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir