ABBA gefur út tíu laga plötu og heldur tónleikaröð

Sænska hljómsveitin ABBA snýr nú aftur og gefur út nýja tíu laga plötu, ABBA Voyage, í nóvember. Platan er sú fyrsta sem hljómsveitin gefur út í fjörutíu ár. 

Nú þegar hefur hljóm­sveitin gefið út tvö lög af plötunni sem er að­gengi­leg á helstu streymis­veitum. Lögin bera titlana I Still Have Faith in You og Don't Shut Me Down.

Tónleikaröð í Lundúnum

Sveitin hefur einnig gefið út að hún mun halda tónleikaröð í London sem hefst í maí 2022 og mun hún bera sama heiti og nýja platan. 

Tónleikaröð fjórmenninganna mun koma til með að vera í formi sýndarverutónleika og munu þeir fara fram á nýjum leikvangi í Lundúnum, sem verður sérstaklega byggður og hannaður í kringum tónleikaröðina.

Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá ABBA.

Nú þegar hefur hljóm­sveitin gefið út tvö lög af plötunni …
Nú þegar hefur hljóm­sveitin gefið út tvö lög af plötunni sem eru að­gengi­leg á helstu streymis­veitum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir