Joe Rogan greindist með veiruna

Joe Rogan.
Joe Rogan. AFP

Einn vinsælasti hlaðvarpsstjórnandi heims, Joe Rogan, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann hefur sætt gagnrýni undanfarið fyrir að halda því fram að óþarfi sé fyrir ungt fólk að láta bólusetja sig gegn veirunni.

Rogan, sem á milljónir dyggra hlustenda víða um heim, sagði í færslu á Instagram að hann hefði farið að kenna sér meins eftir stutta ferð til Flórída í Bandaríkjunum, sem nú glímir við mikla útbreiðslu Delta-afbrigðisins.

Hann segist hafa tekið inn fjölmörg lyf til þess að vinna bug á einkennum veirunnar, þar á meðal lyfið ivermectin, sem margir halda fram að vinni gegn veirunni. Litlar haldbærar sannanir eru þó því til stuðnings.

Hagnaðist gríðarlega á hlaðvarpinu

Rogan skrifaði í fyrra undir samning við tónlistarveituna Spotify, andvirði um 100 milljón dollara, þar sem hann afsalar sér streymisrétti að þáttum sínum til tæknirisans.

Hann hefur þó, eins og fyrr segir, sætt gagnrýni að undanförnu fyrir að gera lítið úr þörf ungs fólks til þess að láta bólusetja sig.

„Ef þú ert 21 árs, skilurðu, og þú spyrð mig hvort þú eigir að bólusetja þig, þá segi ég bara nei. Ef þú ert heilbrigð ung manneskja, sem borðarð hollt og stundar líkamsrækt, þá held ég að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Rogan í hlaðvarpi sínu.

Rogan hefur ekki gefið það út opinberlega hvort hann hafi þegið bólusetningu gegn kórónuveirunni eða ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup