Stofnmeðlimur hljómsveitarinnar Status Quo, bassaleikarinn Alan Lancaster, er látinn, 72 ára gamall.
Umboðsmaður sveitarinnar staðfesti þetta, að sögn BBC.
Lancaster átti þó nokkra alþjóðlega smelli með Status Quo á sjöunda- og áttunda áratugnum, þar á meðal Rockin´ All Over The World og Whatever You Want.
„Þetta eru virkilega sorlegar fréttir,” sagði umboðsmaðurinn Simon Porter.
Söngvarinn Francis Rossi bætti við: „Alan var mikilvægur hluti af hljómi og gífurlegum vinsældum Status Quo á sjöunda- og áttunda áratugnum.”
Status Quo co-founder and original bassist Alan Lancaster has sadly died aged 72. RIP. https://t.co/QPhfOQH7JC
— Planet Rock (@PlanetRockRadio) September 26, 2021