Tommi labbaði út af Bond

Tómas Tómasson skilur vel að Daniel Craig hafi ákveðið að …
Tómas Tómasson skilur vel að Daniel Craig hafi ákveðið að láta James Bond skóna á hilluna. Samsett mynd

Tómas Tómasson, nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, var ekki hrifnari af nýju James Bond myndinni, No Time To Die, en svo að hann fór heim af sýningunni í hléi. 

Tommi tjáði sig um kvikmyndina á Twitter í gærkvöldi og sagðist vel skilja að stórleikarinn Daniel Craig væri hættur að leika Bond. „Skil vel að Daniel Craig sé hættur. Sá Casino Royale fyrir skömmu, ekki hægt að bera þær saman,“ skrifaði Tommi. 

Nýja Bond kvikmyndin, sem frumsýnd var í byrjun mánaðar, hefur fengið ansi góða dóma í fjölmiðlum um allan heim. Þá hafa notendur IMDb og Rotten Tomatoes gefið henni fínustu einkunn. Á IMBd er hún með 7,6 af 10 og á Rotten Tomatoes er hún með 84% í einkunn.

Tommi segist þó vera af gamla skólanum og að hann hafi verið mun hrifnari af leikararnum Sean Connery heitnum í hlutverki Bonds. Connery lék enda Bond í sjö kvikmyndum á árunum 1962 til 1983 og er af mörgum talinn besti leikarinn til að túlka njósnara hennar hátignar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir