Adele ástfangin í leðri með kærastanum

Adele og Rich Paul á leik Los Angeles Lakers og …
Adele og Rich Paul á leik Los Angeles Lakers og Golden State Warriors í Los Angeles. AFP

Söngkonan Adele lét fara vel um sig í leðurdressi á körfuboltaleik í Los Angeles á þriðjudaginn. Breska stjarnan sat þétt upp við nýja kærasta sinn, íþróttaumboðsmanninn Rich Paul. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skötuhjúin mæta saman á körfuboltaleik en Adele segist ekki þurfa að fela sambandið við Paul. 

Adele og barnsfaðir hennar Simon Konecki skildu formlega í ár en nokkur ár eru síðan þau hættu saman. Söngkonan lýsti sambandinu við nýja kærastann í viðtali við Vogue á dögunum. „Já, við erum saman,“ sagði Adele. Þau hafa lengi átt sameiginlega vini en hafa bara verið par í nokkra mánuði. „Við erum hamingjusöm.“

Stjarnan segir kærastann ekki draga hana með á körfuboltaleiki vegna þess að það er vinnan hans. Hún segir ekki stressandi að fara út á meðal fólks með Paul en það hafi verið staðreyndin með öðrum mönnum sem hún hitti eftir sambandsslitin við Koneck.

„Ég fór á stefnumót áður en ég hitti Rich en þeir þoldu það ekki. Þeim fannst stressandi að sjást með mér, sem þýddi að ég var alltaf á varðbergi. Við tókum aldrei næstu skref af því að við upplifðum aldrei neitt saman,“ segir Adele um ástmennina. Hún segir núverandi kærasta alveg sama og henni sé einnig sama um hverjir vita af sambandi þeirra. „Hann er frábær. Hann er ógeðslega fyndinn. Hann er svo gáfaður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar