Konungsfjölskyldan ósátt

Breska konungfjölskyldan tjáði sig um þátt á BBC.
Breska konungfjölskyldan tjáði sig um þátt á BBC. AFP

Breska konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu vegna heimildarþáttanna Prinsarnir og pressan en fyrri þátturinn var sýndur á BBC í gærkvöldi. Það þykir sæta tíðindum þegar hlutlaus konungsfjölskyldan mótmælir umfjöllun en í þættinum var meðal annars rætt við lögfræðing Meghan, hertogaynju af Sussex. 

„Frjálsir, ábyrgðarfullir og opnir fjölmiðlar eru mikilvægir í heilbrigðu lýðræði. Hins vegar eru ýktar og ósannreyndar staðhæfingar frá ónafngreindum aðilum of oft settar fram eins og staðreyndir og það eru vonbrigði þegar hver sem er, þar á meðal BBC, gefur þeim trúverðugleika,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá drottningunni, Karli Bretaprins og Vilhjálmi Bretaprins. 

Er því meðal annars haldið fram á vef Daily Mail að Buckingham-höll hafi hótað því að hunsa framtíðarverkefni á vegum BBC úr því að starfsfólk hirðarinnar fékk ekki að horfa á þáttinn áður en fyrsti þátturinn var sýndur. 

Harry og Vilhjálmur eru til umræðu í þáttunum og erfiðleikarnir …
Harry og Vilhjálmur eru til umræðu í þáttunum og erfiðleikarnir eftir að Meghan kom til sögunnar. AFP

Í þættinum sem olli svo miklum titringi er lögð áhersla á fjölmiðlaumfjöllun um Vilhjálm og Harry frá árunum 2012 til 2018.

Jenny Afia, lögfræðingur Meghan, var í þættinum og kom fram að hún fékk leyfi frá hertogaynjunni til þess að tjá sig. Afia sagði að það væri lygi að hertogynjan legði aðra í einelti. Hún neitaði einnig þeim sögusögnum að það hefði verið erfitt að vinna með henni. 

Í þættinum var meðal annars fjallað um staðhæfingar Omid Scobie, höfundar bókarinnar Finding Freedom sem fjallar um Harry og Meghan. Scobie er hliðhollur Harry og Meghan. Einnig var fjallað um skrif Dans Wottods en hann segir að fólk á bak við tjöldin hafi lýst yfir óánægju sinni með hegðun Meghan og Harrys. Þá viðurkenndi einkaspæjari að hafa rannsakað Chelsy Davy mikið árið 2004 en hún var þá kærsta Harrys Bretaprins. Hann baðst afsökunar.

Talið er að í næstu viku verði fjallað meira um ósætti bræðranna. Konunglegir ráðgjafar telja að drottningunni, Karli og Vilhjálmi hafi ekki verið gefið rými til þess að svara. 

Elísabet Bretadrottning.
Elísabet Bretadrottning. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup