Birkir Blær sigraði í sænska Idol

Birkir Blær þótti sýna gríðarlega frammistöðu í kvöld.
Birkir Blær þótti sýna gríðarlega frammistöðu í kvöld. Skjáskot/Instagram Birkis Blæs

Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson vann í kvöld sænsku Idol-söngkeppnina eftir æsispennandi og glæsilega úrslitakeppni. Keppnin var sýnd á sænsku sjónvarpsstöðinni TV4.

Birkir og Jacqline Mossberg Mounkassa kepptu til úrslita í kvöld og þóttu bæði standa sig mjög vel.

Dagskrá útsendingarinnar var þéttpökkuð af fyrirmyndarflutningum. Saman tóku þau lagið The Days eftir plötusnúðinn og tónlistarmanninn Avicii sem lést árið 2018.

Hlutu bæði mikið lof

Í kjölfarið flutti Birkir sitt fyrsta af þremur atriðum, lagið All I Ask eftir Adele. Í annarri lotu tók hann lagið It's A Man's World með James Brown.

Í þriðju og síðustu atrennu tók parið lagið Weightless hvort í sínu lagi en það lag var samið sérstaklega fyrir keppnina í ár.

Báðir keppendur hlutu mikið lof frá bæði áhorfendum og dómurum en Birkir hafði betur að lokum.

Jacqline Moss keppti á móti Birki í úrslitunum í kvöld:

Birkir er frá Akureyri og studdi bæjarfélagið að sjálfsögðu sinn mann en hann meðal annars var valinn sumarlistamaður bæjarins í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio