Fékk matraðir eftir að hafa séð klám

Billie Eilish.
Billie Eilish. AFP

Tónlistarkonan Billie Eilish fékk martraðir eftir að hún hafði séð ofbeldisfullt klám þegar hún var aðeins 11 ára. Eilish segir klám hafa haft slæm áhrif á sig á unglingsárunum og þegar hún byrjaði sjálf að stunda kynlíf. 

Eilish verður tvítug 18. desember næstkomandi og hefur verið í sviðsljósinu frá 15 ára aldri. Í dag er hún ein vinsælasta tónlistarkona heims og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína.

Í viðtali við Howard Stern á mánudag sagði Eilish að sér fyndist ömurlegt að líta til baka og sjá hvaða áhrif klám hefði haft á sig. Það hafi meðal annars haft þær afleiðingar að þegar hún byrjaði sjálf að stunda kynlíf hafi hún ekki látið vita ef henni leið illa. 

„Það var af því að ég hélt að ég ætti að vera hrifin af því,“ sagði Eilish. 

Eilish telur klám vanvirðingu við konur og líkama þeirra. „Ég skildi ekki af hverju þetta var slæmt, ég hélt að svona lærði maður að stunda kynlíf,“ sagði Eilish og bætti við að móðir hennar hefði verið miður sín þegar hún sagði henni þetta. 

„Ég studdi klám og hélt ég væri ein af strákunum og talaði um það og fannst ég virkilega svöl að sjá engin vandamál við klám eða af hverju það væri slæmt,“ sagði Eilish. 

Eilish segir klám raunverulegt vandamál í heiminum í dag og það geti brenglað sýn fólks á hvað eigi sér stað í venjulegu kynlífi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir