Tónleikum bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar í Vestmannaeyjum hefur verið frestað vegna þess að Jón er kominn í sóttkví. Tónleikarnir áttu að fara fram á miðvikudag, 22. desember, en hefur verið frestað til 5. janúar.
Frá þessu er greint á Facebook-síðu knattspyrnudeildar ÍBV.