Margrét Þórhildur drottning í 50 ár

Margrét II Danadrottning fyrir utan dómkirkjuna í Hróarskeldu.
Margrét II Danadrottning fyrir utan dómkirkjuna í Hróarskeldu. AFP

Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar nú 50 ára krýningarafmæli en hún tók við sem drottning árið 1972 eftir andlát föður síns, Friðriks níunda Danakonungs. 

Margrét Þórhildur fæddist 16. apríl 1940 og átti í fyrstu ekki tilkall til krúnunnar enda voru aðeins karlmenn löglegir erfingjar hennar. Lögunum var hins vegar breytt og hún varð drottning 1972.

Við krýninguna sagði hún mikla ábyrgð hvíla á herðum sér. „Þeim skyldum sem faðir minn bar á herðum sér í um 25 ár hvíla nú á mínum herðum. Ég bið til Guðs að hjálpa mér og veita mér styrk til þess að standa undir þessari þungu arfleið.“

Margrét Þórhildur er önnur konan sem gegnt hefur stöðu þjóðhöfðingja Danmerkur en Margrét I Danadrottning ríkti á árunum 1375-1387. Margrét Þórhildur hefur verið vel liðin og farsæl í starfi.

Hátíðarhöldin í tilefni krýningarafmælisins verða mjög lágstemmd að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins en gert er ráð fyrir frekari viðburðum þegar líður á árið. Drottningin hóf daginn á að minnast föður síns í Hróarskeldu dómkirkjunni þar sem hann liggur grafinn. Þá var henni fagnað á danska þinginu. 

Margrét Þórhildur Danadrottning vinkar til almennings eftir að hafa heimsótt …
Margrét Þórhildur Danadrottning vinkar til almennings eftir að hafa heimsótt grafhýsi föður síns í Hróarskeldu. AFP
Friðrik hefur nú verið krónprins í 50 ár. Hér er …
Friðrik hefur nú verið krónprins í 50 ár. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni Mary prinsessu á leið úr dómkirkjunni í Hróarskeldu. AFP
Jóakim prins og eiginkona hans Marie prinsessa mæta í þinghúsið …
Jóakim prins og eiginkona hans Marie prinsessa mæta í þinghúsið þar sem verið er að fagna 50 ára krýningarafmæli drottningar. AFP
Margrét II Danadrottning heilsar forsætisráðherra Mette Frederiksen í tilefni af …
Margrét II Danadrottning heilsar forsætisráðherra Mette Frederiksen í tilefni af 50 ára krýningarafmælinu. AFP
Margrét Þórhildur ásamt eiginmanni sínum Hinriki prins.
Margrét Þórhildur ásamt eiginmanni sínum Hinriki prins. AFP
Margrét Þórhildur Danadrottning er alþýðleg og vel liðin. Hér brá …
Margrét Þórhildur Danadrottning er alþýðleg og vel liðin. Hér brá hún sér á leik með Angelu Merkel kanslara Þýskalands í nóvember 2021. AFP
Mynd af drottningunni sem tekin var árið 1987.
Mynd af drottningunni sem tekin var árið 1987. AFP
Drottningin og forseti Frakklands Emmanuel Macron í hátíðarkvöldverði í dönsku …
Drottningin og forseti Frakklands Emmanuel Macron í hátíðarkvöldverði í dönsku konungshöllinni. AFP
Næstir í erfðaröðinni er Friðrik krónprins og sonur hans Kristján.
Næstir í erfðaröðinni er Friðrik krónprins og sonur hans Kristján. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup