Stuðboltarnir Siggi Gunnars og Eva Ruza stýra sannkallaðri fjölskylduskemmtun hér á mbl.is þegar þau færa landsmönnum rjúkandi heitar bingótölur beint heim í stofu. Fjöldi vinninga er í boði og allir sem fá BINGÓ fá vinning.
Þekktir íslenskir tónlistarmenn verða sérstakir gestir bingóþáttarins og flytja ósvikin tónlistaratriði sem hægt er að dilla sér við á milli bingóraða.
Ekki missa af gleðinni!
Leikreglur, bingóspjöld og útsendinguna má nálgast með því að smella hér.
Vegna viðureignar Íslands við Dani á EM í handbolta hefur útsendingu bingósins verið flýtt.
Bein útsending hefst núna klukkan 18:30 og hægt er að fylgjast með henni hér að neðan og á rás 9 hjá sjónvarpi Símans: