Annie Mist: síðustu dagar hafa verið erfiðir

Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir.

Annie Mist Þórisdóttir crossfitstjarna segir síðustu átta daga hafi tekið gríðarlega á hana. Dóttir hennar Freyja veiktist af kórónuveirunni og hefur verið mikið veik undanfarna daga. Eiginmaður hennar, Frederik Ægedius, smitaðist líka og hefur einnig verið mjög veikur. 

„Af einhverri ástæðu hafði ég gert lítið úr því hvaða áhrif þetta gæti mögulega haft á Freyju, þar sem hún er ung og börn verða mjög sjaldan veik og Fedrerik var búinn að fá örvunarskammt. Stelpan mín er búin að vera með hita síðan á laugardag, og síðustu tvær nætur fór hitinn yfir 40 gráður. Frederik hefur legið í rúminu síðustu vikuna núna,“ skrifar Annie á Instagram. 

Sjálf greindist Annie ekki með veiruna í nokkra daga, en fékk síðar jákvætt próf. „Ég er svo þakklát fyrir að hafa ekki fengið slæm einkenni, en ég myndi svo glöð taka öll hennar einkenni ef ég gæti,“ skrifar Annie. Freyja litla er á sínu öðru ári.

„Það er fátt sem gerir mig hræddaro en að sjá fólkið sem ég elska verða veikt. Ég veit að þetta er ekki hættulegt, og við munum öll ná okkur, en þetta er samt ömurlegt og maður verður hræddur í hvert skipti sem barnið manns veikist,“ skrifar Annie. 

Hún biðlar til fólks að fara varlega nú þegar afléttingar eru á næsta leiti. „Þetta er kannski bara flensa, en ég hef ekki notið vikunnar, þannig að ef þið getið, reynið að forðast þetta,“ skrifar Annie.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar