Rebel Wilson kúkaði í garð

Rebel Wilson átti það til að borða of mikið þegar …
Rebel Wilson átti það til að borða of mikið þegar henni leið illa. Skjáskot/Instagram

Rebel Wilson var gestur í hlaðvarpsþáttunum Life Uncut þar sem frægir eru fengnir til þess að deila með hlustendum einhverju neyðarlegu. Wilson tókst vel til og sagði frá því þegar hún var á göngu og þurfti sárlega á salernið.

Wilson hafði átt erfiðan dag í LA og borðaði tilfinningar sínar. Hún át eina pitsu og drakk tvo lítra af Pepsí.

„Ég spurði mig afhverju ég þurfti endilega að borða þetta allt saman. Svo hugsaði ég að ég þyrfti að laga þetta þannig að ég ákvað að fara út að ganga,“ segir Wilson í viðtalinu.

„Allir sem stunda tilfinningaát eða eiga við einhvers konar átraskanir skilja þetta. Ég fór í létta fjallgöngu í Griffith Park. Á leiðinni upp leið mér mjög illa eftir allt þetta át enda innbyrti ég líklega þúsundir hitaeininga í einum rykk.“

„Allt í einu þurfti ég á klósettið og ég vissi að ég myndi ekki ná heim í tæka tíð.“

„Ég lít ekki vel út þarna, alveg ómáluð í íþróttafötum. Á þessum tíma var ég ekki mjög fræg, hafði verið í Bridesmaids, þannig að ég var nokkuð þekkjanleg en alls engin ofurstjarna.“

Wilson tókst að ganga að íbúagötu en var enn of langt frá heimili sínu. Hún ákvað að banka ekki upp á heima hjá einhverjum til þess að fá að nota klósettið heldur fann hún runna í framgarði einhvers.

„Þetta var snotur garður...nýslegið gras. Ég hugsaði með mér, þetta er rétti garðurinn.“

„Ég sest á hækjur mér og allt í einu stoppar bíll þarna rétt hjá mér og ég enn að gera mitt. Þetta var svo ógeðslegt að ég á ekki til orð.“

„Ég verð svo hrædd um að þeir sjái mig að ég var búin að ákveða að ef það gerðist þá myndi ég öskra að ég væri ólétt. Ég veit ekki afhverju mér datt það í hug en maður verður að segja eitthvað. Blessunarlega fór ökumaðurinn í annað hús og sá hana ekki.“

„Ég gyrti mig og fór mína leið. Ég vil bara nota tækifærið og biðjast afsökunar á þessu. Þetta mun ekki gerast aftur. Vonandi fóru næringarefnin beint í jörðina,“ sagði Wilson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar