Rebel Wilson kúkaði í garð

Rebel Wilson átti það til að borða of mikið þegar …
Rebel Wilson átti það til að borða of mikið þegar henni leið illa. Skjáskot/Instagram

Re­bel Wil­son var gest­ur í hlaðvarpsþátt­un­um Life Uncut þar sem fræg­ir eru fengn­ir til þess að deila með hlust­end­um ein­hverju neyðarlegu. Wil­son tókst vel til og sagði frá því þegar hún var á göngu og þurfti sár­lega á sal­ernið.

Wil­son hafði átt erfiðan dag í LA og borðaði til­finn­ing­ar sín­ar. Hún át eina pitsu og drakk tvo lítra af Pepsí.

„Ég spurði mig af­hverju ég þurfti endi­lega að borða þetta allt sam­an. Svo hugsaði ég að ég þyrfti að laga þetta þannig að ég ákvað að fara út að ganga,“ seg­ir Wil­son í viðtal­inu.

„All­ir sem stunda til­finn­inga­át eða eiga við ein­hvers kon­ar átrask­an­ir skilja þetta. Ég fór í létta fjall­göngu í Griffith Park. Á leiðinni upp leið mér mjög illa eft­ir allt þetta át enda inn­byrti ég lík­lega þúsund­ir hita­ein­inga í ein­um rykk.“

„Allt í einu þurfti ég á kló­settið og ég vissi að ég myndi ekki ná heim í tæka tíð.“

„Ég lít ekki vel út þarna, al­veg ómáluð í íþrótta­föt­um. Á þess­um tíma var ég ekki mjög fræg, hafði verið í Bri­des­maids, þannig að ég var nokkuð þekkj­an­leg en alls eng­in of­ur­stjarna.“

Wil­son tókst að ganga að íbúa­götu en var enn of langt frá heim­ili sínu. Hún ákvað að banka ekki upp á heima hjá ein­hverj­um til þess að fá að nota kló­settið held­ur fann hún runna í fram­g­arði ein­hvers.

„Þetta var snot­ur garður...nýslegið gras. Ég hugsaði með mér, þetta er rétti garður­inn.“

„Ég sest á hækj­ur mér og allt í einu stopp­ar bíll þarna rétt hjá mér og ég enn að gera mitt. Þetta var svo ógeðslegt að ég á ekki til orð.“

„Ég verð svo hrædd um að þeir sjái mig að ég var búin að ákveða að ef það gerðist þá myndi ég öskra að ég væri ólétt. Ég veit ekki af­hverju mér datt það í hug en maður verður að segja eitt­hvað. Bless­un­ar­lega fór ökumaður­inn í annað hús og sá hana ekki.“

„Ég gyrti mig og fór mína leið. Ég vil bara nota tæki­færið og biðjast af­sök­un­ar á þessu. Þetta mun ekki ger­ast aft­ur. Von­andi fóru nær­ing­ar­efn­in beint í jörðina,“ sagði Wil­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir