Næst síðasti þátturinn af þáttunum Verbúðin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þættirnir virðast halda þjóðinni límdri við skjáinn. Það var mikið stuð og stemning í þættinum, fóru aðalpersónurnar á gott fyllerí og skelltu sér nakin í sjóinn. Þau sem ekki hafa séð þáttinn ættu ekki að lesa lengra að þessu sinni.
....og Edduverðlaunin í ár fyrir bestu hópnekt í einu fara til #verbúðin
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 6, 2022
Ákveðin vonbrigði að Hilmir Snær hafi enn ekki fengið að vera nakinn. Það er enn von #verbuðin
— Trausti Salvar (@TraustiSalvar) February 6, 2022
Djöfull hefur verið gaman hjá þeim að taka þessa senu. #verbúðin
— Arnór Bogason (@arnorb) February 6, 2022
Djöfulli svíður þetta #Verbuðin
— seiðskrattinn (@veldissproti) February 6, 2022
Best í #verbúðin í kvöld: þessir að syngja Þorparann í karaoke. Sorglegast þegar annar þeirra var í lokin með bláa vör eftir öldunnar koss. 😢 pic.twitter.com/ORutm1duXt
— Olga Björt (@olgabjort72) February 6, 2022
Jæja búin að grenja yfir #Verbuðin. Allt eins og það á að vera sunnudagskvöldum.
— Þorbjörg (@thorbjorgmatt) February 6, 2022
Goi, Sveppi og Pétur að draga manninn upp úr sjónum! What a #Verbuðin
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) February 6, 2022
Verbúðin er það besta sem sést hefur í íslensku sjónvarpi, þrátt fyrir að karakter Ara Matthíassonar hafi verið skrifaður út úr þáttunum strax í upphafi. Það voru margir efins um það útspil - en nei, þeir höfðu rangt fyrir sér! #TakkAnnaBjörk #verbúðin
— Ingólfur Sigurðsson (@ingolfursig) February 6, 2022
😭😭😭 #Verbúðin pic.twitter.com/kYeQ4h4VWY
— Theódóra (@Skoffin) February 6, 2022
Ég hef mestar áhyggjur af höndinni á Jóni Hjaltalín. Þetta var mjög skítugur hnífur. #Verbuðin
— Gunnhildur Birgisdóttir (@GBirgisdottir) February 6, 2022
Hvítur landabrúsi með rauðum tappa, brotist inn í kirkju og messuvíninu stolið, Jesús með brjóst og varalit, fiskakastið og heitur pottur í fiskikerunum. Lag Silfurtóna, töfrar, rammaði atriðið svo sannarlega inn. Dásamlegt!#Verbuðin
— Páll Ragnar Pálsson (@pall_ragnar) February 6, 2022
Er skrítið að mig langi geggjað að vera í þessu landapartýi í #verbúðin?
— Þorbjörg (@thorbjorgmatt) February 6, 2022
Er að spá í hvort þetta fólk ætli sér að drepa íslenska þjóð úr spennu…. #Verbuðin
— ValdiHjólakraftur (@hjolavaldi) February 6, 2022
Núna langar mig að sjá Friends nema bara með þessum karakterum #verbúðin pic.twitter.com/I7KqH6xGrh
— Arnmundur Sighvatsson (@Arnmund) February 6, 2022
jahérna #Verbuðin
— Dr. Silja Bára (@siljabara) February 6, 2022
Ég er miiiiiiður mín, með tárin í augunum og ekkert framundan nema fokking óveður! #verbúðin
— Fyrsta Valkyrjan á Íslandi (@BrynhildurYrsa) February 6, 2022
Ég er í sjokki #verbúðin
— Kristey (@KristeyBabyyy) February 6, 2022
„Hver er nýi fjárfestirinn?“
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) February 6, 2022
„Má ekki segja það.“
Það hefur sumsé ekki mikið breyst.#verbúðin
Það langsamlega besta við #Verbúðin er auðvitað það að aðalskip útgerðarinnar heiti Þorbjörg og sé svona líka agalega Guggu-gul 🐥
— Brynja Huld Oskarsdottir (@BrynjaHuld) February 6, 2022