Prinsessan er komin heim til sín

Charlene prinsessa er snúin aftur heim til Mónakó eftir að …
Charlene prinsessa er snúin aftur heim til Mónakó eftir að hafa verið á heilsuhæli í Sviss að jafna sig eftir erfið veikindi. AFP

Char­lene prins­essa af Mónakó er kom­in aft­ur til Mónakó sam­kvæmt til­kynn­ingu frá kon­ung­legu hirðinni. Síðustu mánuði hef­ur hún dvalið á heilsu­hæli í Sviss til að jafna sig eft­ir erfið og langvar­andi veik­indi. 

„Char­lene prins­essa mun verja næstu vik­um í að halda áfram að hlúa að heils­unni áður en hún tek­ur aft­ur til form­legra starfa,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Prins­ess­an hlakk­ar til að verja tíma með lands­mönn­um sín­um um leið og heilsa henn­ar leyf­ir. Til þess að svo verði verður hún að fá frið og ró. Kon­ung­legu hjón­in fara þess vegna fram á að einka­líf þeirra og þeirra fjöl­skyldu­um­hverfi haldi áfram að vera virt.“

Kon­ung­leg­ir álits­gjaf­ar hafa gagn­rýnt Al­bert prins fyr­ir að vera ekki op­in­skárri varðandi veik­indi eig­in­konu sinn­ar. 

„Kon­ungs­höll­in er mjög um­hugað um einka­líf kon­ungs­fólkið og við vit­um ekki hvort við fáum nokk­urn tím­ann svör við öll­um spurn­ing­um okk­ar. En slík leynd­ar­dóms­hyggja mun aðeins leiða til meiri kjafta­sagna og get­gátna um t.d. hjóna­bandið og henn­ar and­legu heilsu,“ seg­ir Britt­ani Bar­ger. 

„Það væri lang­best fyr­ir höll­ina að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um. Þetta er það sem gerðist og hún er að fá hjálp með þetta og þetta. Þá get­um við loks hætt með all­ar frek­ari vanga­velt­ur.“

Al­bert prins hafði í viðtali við People sagt að Char­lene vissi hvað hún þyrfti að gera til þess að ná fyrri heilsu og þetta hefði verið að henn­ar frum­kvæði. Bar­ger seg­ir að viðtal hans við People hafi þrátt fyr­ir það verið mjög óljóst og skilið eft­ir fleiri spurn­ing­ar en svör. 

„Hann minnt­ist á lík­am­lega og and­lega heilsu henn­ar en bað um að einka­líf þeirra yrði virt og að þetta hefði ekk­ert með hjóna­band þeirra að gera. En ég held að ef þau hefðu verið opn­ari og sagt hvað væri í gangi þá hefði það verið betra fyr­ir alla.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell