„Þetta er ekki stríð rússnesku þjóðarinnar“

Arnold Schwarzenegger og rauða torgið í Moskvu í baksýn. Myndin …
Arnold Schwarzenegger og rauða torgið í Moskvu í baksýn. Myndin var tekin 23. janúar 2013. AFP/ANDREY SMIRNOV

Stjarnan úr Tortímandanum, Arnold Schwarzenegger, sem nýtur mikilla vinsælda í Rússlandi, setti magnað níu mínútna myndskeið á Twitter í gærkvöldi þar sem hann talaði rússnesku þjóðarinnar og  bað Vladimír Pútín um að stöðva þetta tilgangslausa stríð í Úkraínu. Hann bar lof á rússneska mótmælendur og sagði þá vera sínar uppáhalds hetjur í dag.

„Þið hafið ekki réttar upplýsingar“

„Úkrína hóf ekki þetta stríð,“ sagði Arnold í myndbandinu, þar sem hann beindi orðum sínum til rússnesks almennings og hermanna Rússa og var myndbandið með rússneskum texta. „Ég er að tala við ykkur í dag því þið hafið ekki réttar upplýsingar, því þeim er haldið frá ykkur og þið þurfið að vita hvaða hræðilegu hlutir eiga sér stað.“

Rauða torgið í Moskvu þar sem fyrsta bandaríska kvikmyndin var …
Rauða torgið í Moskvu þar sem fyrsta bandaríska kvikmyndin var tekin upp, Red Heat, en Arnold Schwarzenegger lék þar aðalhlutverkið. AFP/Dimitar DILKOFF

Schwarzenegger er mjög vinsæll í Rússlandi, en kvikmynd hans Red Heat var fyrsta bandaríska kvikmyndin sem var tekið upp á Rauða torginu í Moskvu. Í myndbandinu talaði Arnold um væntumþykju sína til Rússnesku þjóðarinnar og þegar hann hitti átrúnaðargoð sitt, rússneska lyftingamanninn Júrí Vlasóv þegar hann var bara 14 ára.

„Styrkur og hjarta rússnesku þjóðarinnar hefur alltaf veitt mér innblástur. Þess vegna vona ég að þið hlustið á mig og leyfið mér að segja ykkur sannleikann um stríðið í Úkraínu. Ég veit að ykkur hefur verið sagt að stríðið sé til þess að koma nasistum frá völdum, en það er ekki rétt. Stjórnvöld í Kreml hófu stríðið. Þetta er ekki stríð rússnesku þjóðarinnar.“

Heimurinn snúið baki við Rússlandi

Schwarzenegger bætti við að heimurinn hefði snúið baki við Rússlandi, vegna stríðsins í Úkraínu, eftir að heilu borgirnar hefðu verið sprengdar af Rússum, og þar á meðal barnaspítalar og fæðingarspítali. „Vegna þessara illverka er Rússland nú einangrað í samfélagi þjóðanna.“

Hann minntist einnig á föður sinn, sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni og sagði að eftir stríðið hefði hann verið niðurbrotinn maður bæði líkamlega og andlega og hefði búið við það ástand það sem eftir lifði. „Ég vil segja við ykkur, rússnesku hermennina sem heyrið í mér. Ég vil ekki að þið verðið niðurbrotnir eins og faðir minn. Þetta er ekki stríð til að verja Rússland, eins og afar ykkar og langafar börðust fyrir á sínum tíma. Þetta er ólöglegt stríð. Lífi ykkar og limum er fórnað í tilgangslausu stríði sem er fordæmt af allri heimsbyggðinni.“

Síðan beindi hann orðum sínum til Pútín Rússlandsforseta. „Þú hófst þetta stríð. Þú getur stöðvað þetta stríð.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan