Hafþór sigraði Hall: Sjáðu tilþrifin

Hafþór Júlíus Björnsson.
Hafþór Júlíus Björnsson.

Hafþór Júlíus Björnsson sigraði í gærkvöldi Eddie Hall í hnefaleikabardaga sem fór fram í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Mikið hatur virtist vera milli þeirra fyrir bardagann og á blaðamannafundi trompaðist Hafþór þegar Hall talaði illa um móður Hafþórs. 

Netverjar ekki sáttir

Bardaginn var fjörugur og náðu þeir að kýla hvorn annan niður í gólfið. Hall byrjaði vel í fyrstu tveimur lotunum en eftir þær virtist hann vera alveg búinn á því og Hafþór náði yfirhöndinni.

Netverjar voru ekki par sáttir við netstreymið sem sýndi bardagann þar sem mikið var um truflanir og á einum tímapuntki datt streymið út. 

Hér fyrir neðan má sjá tilþrifin í bardaganum og viðbrögð netverja.

Tilþrifin:

Hafþór kýlir Hall niður:

Hafþór og Hall virtust sættast eftir bardagann

Hafþór trompaðist á blaðamannafundinum eins og áður sagði: 

Ein mynd segir meira en þúsund orð:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup