Heillaðist strax af Clinton

Gillian Anderson heillaðist strax af Clinton.
Gillian Anderson heillaðist strax af Clinton. AFP

Leikkonan Gillian Anderson segir að fyrst þegar hún hitti Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta hafi hún heillast af honum á örskotsstundu. Clinton tók í höndina á Anderson og eftir það langaði hana að hringja í hann aftur. 

Anderson fer nú með hlutverk Eleanor Roosevelt í þáttunum The First Lady sem frumsýndir verða á sjónvarpsstöðinni Showtime í Bandaríkjunum á páskadag. Í spjalli við Jimmy Kimmel í vikunni sagði Anderson frá því þegar hún hitti Clinton í kosningabaráttunni árið 1992. 

„Hann gerði það magnaðasta í heiminum. Hann tekur í höndina á þér, síðan grípur hann um olnbogan á sama tíma og hann heldur utan um handlegginn þinn,“ sagði Anderson. Hún segir handabandið hafi verið mjög innilegt og að hann hafi horft í augun á henni. „Síðan heldur hann áfram til næstu manneskju. Þá lítur hann aftur á þig,“ sagði Anderson og útskýrði að þetta væri eitthvað sem margir stjórnmálamenn voru þekktir fyrir að gera. 

Þrátt fyrir að vita að handabandið hafi verið pólitískur leikur frambjóðandans bjóst hún alveg eins við því að Clinton myndi hringja í hana um kvöldið. 

Bill Clinton árið 2019.
Bill Clinton árið 2019. AFP

„Ég fór heim og hugsaði með mér, þetta var sko á tímum símsvara, ég bókstaflega hugsaði að hann hafi örugglega skilið etir skilaboð til mín.“

Anderson sagði á léttu nótunum að eftir innilegt handaband þeirra hafi hún verið ein af þeim sem kom honum á forsetastólinn. „Þú kaust hann sem sagt eftir þetta?“ spurði Kimmel og Anderson svaraði játandi. 

The First Lady fjallar um þrjár frægar forsetafrúr frá mismunandi tímabilum, frú Roosevelt sem Anderson leikur, Betty Ford sem Michelle Pfeiffer leikur og Michelle Obama sem Viola Davis leikur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup