Greindi Heard með persónuleikaraskanir

Réttarsálfæðingurinn Shannon Curry greindi leikkonuna Amber Heard með tvær persónuleikaraskanir, annarsvegar jaðarpersónuleikaröskun og hinsvegar sefasýkispersónuleikaröskun. Curry bar vitni í máli leikarans Johnny Depp gegn Heard í gær, en hún var ráðin af lögfræðingum Depps til að meta sálrænt ástand leikkonunnar. 

Curry segist hafa eytt um 12 klukkustundum yfir tvo daga í desember 2021. Það var mat hennar að leikkonan næði greiningarviðmiðum fyrir persónuleikaraskanirnar tvær. 

Réttarhöld standa nú yfir í Fairfax í Virginíu í Bandaríkjunum. Depp höfðaði meiðyrðamál gegn fyrrverandi eiginkonu sinni Heard vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018 þar sem hún lýsti sjálfri sér sem þolanda heimilisofbeldis. 

Leikkonan Amber Heard í dómssalnum í Fairfax í gær.
Leikkonan Amber Heard í dómssalnum í Fairfax í gær. AFP

Reyndu að rýra trúverðugleika Curry

Lögmenn Heard hjóluðu í Curry þegar þeir fengu tækifæri til að spyrja hana spurninga. Þeir bentu sérstaklega á að hún hefði verið ráðin af lögmönnum Depp til að bera vitni fyrir hans hönd. 

„Ef þú hefðir ekki fundið eitthvað sem var í hag herra Depp, og í óhag fröken Heard, hefðir þú verið sérfræðingur í þessu máli?“ spurði Elaine Bredehoft lögmaður Heard. 

„Ég greini frá vísindindalegum niðurstöðum, sama hverjar þær gætu verið,“ svarapu Curry. 

Shannon Curry er klínískur réttarsálfræðingur.
Shannon Curry er klínískur réttarsálfræðingur. AFP

Hún útskýrði að einkenni jaðarpersónleikaröskunar væru mikil innri reiði og skapsveiflur. „Fólk getur brugðist við á ofbeldisfullan hátt, oft með líkamlegu ofbeldi. Ofbeldið getur oft beinst að maka,“ sagði Curry. Hún sagðist ekki hafa greint merki þess að Heard væri með áfallastreituröskun eftir að hafa þolan heimilsofbeldi. Enn fremur sagði hún Heard hafa stórlega ýkt einkenni sín sem hún segði vera áfallastreitu. 

Sálfræðingurinn greindi Heard með tvær persónuleikaraskanir og sagði hana ekki …
Sálfræðingurinn greindi Heard með tvær persónuleikaraskanir og sagði hana ekki vera með áfallastreituröskun. AFP
Johnny Depp hefur neitað öllum ásökunum um að hafa beitt …
Johnny Depp hefur neitað öllum ásökunum um að hafa beitt Heard heimilisofbeldi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar