Mark Zuckerberg á Akureyrarflugvelli

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. AFP

Mikill viðbúnaður er á Akureyrarflugvelli vegna komu einkaflugvélar sem lendir þar nú hvað úr hverju. Heimildir mbl.is herma að um sé að ræða einkavél Marks Zuckerbergs, forstjóra Meta, móðurfyrirtækis Facebook og Instagram. 

Sjónarvottar hafa greint frá viðveru vígalegra jeppabifreiða og þyrla á svæðinu og sjá má á flugsjám að þyrla fór frá Deplum á Tröllaskaga til Akureyrarflugvallar fyrr í dag. 

Einkavélin og bílarnir sem á móti farþegunum taka.
Einkavélin og bílarnir sem á móti farþegunum taka. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir í samtali við mbl.is að einkaflugvél sé að lenda á Akureyrarflugvelli. Þá hefur fengist staðfest frá þjónustufyrirtæki að um þekktan, erlendan einstakling sé að ræða. 

Þyrlan sem sögð er til þess að flytja farþegana á …
Þyrlan sem sögð er til þess að flytja farþegana á Depla. mbl.is/Sigurður Bogi

Uppfært: Í upphaflegri frétt kom fram að sjónarvottar hefðu séð brynvarða bíla á flugvellinum. Rétt er að bifreiðarnar eru að öllum líkindum ekki brynvarðar og hefur fréttin verið uppfærð samkvæmt því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan