Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, lést í gær 91 árs gamall. Hans hefur verið minnst um allan heim í gærkvöldi og í dag.
Gorbatsjov var fjölhæfur maður og breytti ekki aðeins gangi sögunnar eins og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, komst að orði, heldur var hann líka afbragðs leikari eins og sjá má í þessari auglýsingu fyrir Pizza Hut sem hann lék í árið 1998.
Í auglýsingunni fer Gorbatsjov með afastelpunni sinni, Anastasiu, á nýlega opnaðan Pizza Hut stað nærri rauða torginu í Moskvu. Gestir á staðnum eru upp með sér að Gorbatsjov hafi lagt leið sína á staðinn og ræða um að það sé vegna hans að þeir fái að borða á Pizza Hut. Vegna hans hafi þeir endalaus tækifæri.