Elísabet drottning látin

Elísabet II. Bretadrottning er látin.
Elísabet II. Bretadrottning er látin.

Elísabet II. Bretadrottning er látin, 96 ára að aldri. Drottningin lést í Balmoral-kastala í Skotlandi í dag. Hún hafði verið undir stöðugu eftirliti lækna undanfarna daga þar sem heilsu hennar hafði hrakað mikið.

Karl Bretaprins, hertogi af Wales, tekur við krúnunni af móður sinni.

Karl er kvæntur Kamillu, hertogaynju af Cornwall, og mun hún taka við drottningartitli, að ósk drottningarinnar heitinnar, þegar Karl verður krýndur.

Fæddist árið 1926

Elizabeth Alexandra Mary Windsor fæddist í London hinn 21. apríl 1926. Elísabet var eldri dóttir Alberts, hertoga af York, og konu hans, Elísabetar Bowes-Lyon. Faðir hennar varð óvænt konungur árið 1936 þegar bróðir hans Játvarður sagði af sér til þess að kvænast Wallis Simpson. Georg VI. konungur lést 6. febrúar 1952 og tók þá Elísabet II. við sem þjóðhöfðingi.

Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur verið hvað lengst við völd í sögu Bretlands og lengst við völd af kvenkyns þjóðhöfðingjum í heiminum. Hún fagnaði 70 ára valdaafmæli hinn 6. febrúar á þessu ári og voru mikil hátíðarhöld í Bretlandi af því tilefni í vor.

Elísabet gekk að eiga Filippus prins, hertoga af Edinborg árið 1947. Þau voru bæði afkomendur Kristjáns 9. Danakonungs og Viktoríu Bretadrottningar. Saman eignuðust þau fjögur börn, Karl Bretaprins, Önnu prinsessu, Andrés hertoga af Jórvík og Játvarð jarl af Wessex. Filippus hertogi lést hinn 9. apríl árið 2021, 99 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar