Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra minnist Bretadrottningar fyrir óeigingjarnt starf í þágu almennings, stöðugleika, skuldbindingar og hollustu við þegna sína.
„Hún var hugrökk kona. Þetta eru tímamót. Hún hafði áhrif á heilu kynslóðirnar og mun áfram gera það. Ég færi konungsfjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur,“ tísti ráðherrann í kvöld.
Elísabet Bretadrottning féll frá fyrr í kvöld og hefur Karl III. Bretakonungur þegar tekið við.
Her Majesty Queen Elizabeth will be remembered for her selfless leadership, stability, commitment and duty towards her people. She was a courageous woman. It's the end of an era. She inspired generations and will continue to do so. Sincerest condolences to the @RoyalFamily🇬🇧
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 8, 2022