Vörumerkin sem gætu misst gæðastimpil drottningar

Elísabet Bretadrottning á viðburði í sumar.
Elísabet Bretadrottning á viðburði í sumar. AFP

Andlát Elísabetar drottningar þýðir að um 600 af hennar uppáhalds vörumerkjum eiga í hættu á að missa gæðastimpil drottningarinnar og verða nú að bíða eftir samþykki Karls konungs.

Te frá Fortnum og Mason, Burberry-regnfrakkar, Cadbury-súkkulaði og jafnvel kústskafts- og hundamatarframleiðendur eru meðal þeirra sem standa frammi fyrir því að tapa stimplinum.

Fái vörumerkin ekki nýjan gæðastimpil konungsins munu þau hafa tvö ár til að fjarlægja innsiglið sem segir að um uppáhaldsvörur konungs eða drottningar sé að ræða.

Karl gefið 150 stimpla

Í fyrra hlutverki sínu sem prinsinn af Wales gaf Karl út gæðastimpil til meira en 150 vörumerkja.

Fyrir fjölda vörumerkja hjálpar stimpillinn við sölu þó erfitt sé að mæla raunveruleg áhrif á söluna.

„Við erum stolt af því að hafa haft heimild frá hennar hátign síðan 1954 og að hafa þjónað henni og konungsheimilinu alla ævi,“ sagði forsvarsmaður lúxusstórverslunarinnar Fortnum og Mason í London.

Önnur vörumerki sem hafa fengið stimpilinn eru til að mynda áfengi drykkurinn Dubonnet sem drottningin blandaði gjarnan við gin, Launer, þaðan sem drottningin fékk handtöskur sínar og Barbour-jakkar. Þá má líka nefna Heinz, sem eru hvað þekktastir fyrir tómatsósu, og Kellogg´s en þaðan fær konungsfjölskyldan morgunkornið sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir