Halda Eurovision í Liverpool

Kalush Orchestra með verðlaunagripinn að loknum sigrinum í Eurovision.
Kalush Orchestra með verðlaunagripinn að loknum sigrinum í Eurovision. AFP

Eurovision, söngvakeppni Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, verður haldin í Liverpool-borg árið 2023.

Frá þessu var greint nú í kvöld.

Aldarfjórðungur er síðan söngvakeppnin var haldin í Bretlandi.

Eins og frægt er þá vann Úkraína söngvakeppnina í vor, en sökum innrásar Rússa var ekki talið óhætt að halda keppnina þar. Bretland lenti í öðru sæti og var því ákveðið að halda keppnina þar. 

Himinlifandi með valið

Valið stóð á milli Glasgow og Liverpool, en að lokum varð Bítlaborgin fyrir valinu. 

Veðmálabankar töldu líklegra að Glasgow yrði fyrir valinu, en nú má Liverpool búast við þúsundum ferðamanna og því að komast í heimskastljósið, en áætlað er að 160 milljónir manna horfi á næstu söngvakeppni. 

Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool, er himinlifandi með valið og segir að nú hefjist margra mánaða vinna, en aðdáendur mega búast við besta partíi allra tíma. Hún heitir því einnig að gera Úkraínu stolta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir