„Ég held ég hafi aldrei hlegið meira“

Ellen Guðmundsdóttir er alltaf jafn ánægð með appelsínuöndina á Hong …
Ellen Guðmundsdóttir er alltaf jafn ánægð með appelsínuöndina á Hong Kong Food City í Los Cristianos á Tenerife. Ljósmynd/Indíra Jónasdóttir

„Mér finnst þetta bara ógeðslega fyndið. Ég brosi ekki, ég hlæ að þessu,“ segir Ellen Guðmundsdóttir hlæjandi í símann þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Ellen er stundum kölluð appelsínuöndin sjálf, en ástæða þess er bráðfyndin og byggð á misskilningi sem varð að brandara ársins árið 2016. 

Í nóvember árið 2016 birti eiginmaður Ellenar, Jónas Bjarnason, mynd af eiginkonu sinni á Facebook og skrifaði við hana: „Sátt með appelsínuöndina“. Þau hjónin voru í fríi á Tenerife og höfðu skellt sér út að borða. Vinur hjónanna, Tryggvi Tryggvason, skammaði Jónas og skrifaði: „Að þú skulir tala svona um konuna þína“. Jónas svaraði snögglega að hann hafi nú verið að meina að frúin væri sátt með appelsínuöndina sem hún var að borða. 

Dóttir þeirra Ellenar og Jónasar, Indíra, birti skjáskot af samræðunum á Twitter. Það má með sanni segja að tístið hafi notið mikilla vinsælda og í gegnum árin hefur það ítrekað verið rifjað upp. Indíra rifjaði svo tístið upp aftur í vikunni þar sem mikið stóð til, hún fór loksins með móður sinni að smakka appelsínuöndina frægu á Tenerife. 

Það besta sem ég fæ á Tenerife

Bestu appelsínuöndina er að finna á Hong Kong Food City í Los Cristianos á Tenerife, en Ellen er tíður gestur þar og segir starfsfólkið vera farið að þekkja hana. „Þú myndir ekkert endilega labba þarna inn, þessi staður lítur ekki vel út. En þetta er það besta sem ég fæ á Tenerife og fer alltaf tvisvar sinnum í hverri ferð,“ segir Ellen sem reynir að komast að lágmarki tvisvar sinnum til Tenerife á ári.

Ellen segir að ekki nokkur hafi tekið þetta nærri sér og öll fjölskyldan hafi hlegið mikið að misskilningnum. „Þetta var svo innilegur misskilningur og ég held ég hafi aldrei hlegið meira. Og mér finnst þetta enn jafn fyndið í dag,“ segir Ellen sem fær reglulega að heyra frá fólki að það hafi verið að lesa góðan brandara, sem reynist vera um hana.

„Svo hringir fólk í mig sem ætlar að fara elda appelsínuönd, en fékk upp mynd af mér á Google,“ segir Ellen og hlær. Hún segist líka fá símtöl frá vinum og vandamönnum sem staddir eru á Tenerife og langar að smakka appelsínuöndina. „Þannig ég er að segja fólki til í gegnum símann og segja þeim hvar það eigi að beygja og svona,“ segir Ellen sem er einmitt nýkomin heim frá eyjunni grænu eftir gott frí. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar