Sævar Breki Einarsson
Rafíþróttadeild Fylkis í samstarfi við ADHD samtökin ætla standa fyrir stuttu kynningarnámskeiði fyrir stelpur og stráka með ADHD. Námskeiðið fer af stað á nýju ári og verða 8 æfingar undir handleiðslu þjálfara.
Æfingatímabilið er frá 9. janúar til 2. febrúar og fara æfingar fram tvisvar í viku, 90 mínútur í senn.
Á æfingunum hjá Rafíþróttadeild Fylkis verður lögð áhersla á jákvæða tölvuleikjaspilun, líkamlega og andlega heilsu og liðsheild.
„Iðkendur hita upp og stunda líkamlega hreyfingu, læra heilbrigða spilunarhætti og vinna saman sem lið.“
Iðkendur fá að stunda líkamlega hreyfingu í fimleikasal Fylkis. Bryndís Heiða Gunnarsdóttir er einn þjálfara námskeiðsins og hefur þjálfað rafíþróttir í um tvö ár.
Hún er að læra búa til tölvuleiki og hefur spilað lengi sjálf. Hún hefur mikla reynslu af þjálfun.
„Finnst ótrúlega gaman að kenna krökkum hluti sem getur hjálpað við tölvuleikjaspilun, finnst líka gaman að hjálpa stelpum að eignast sess í tölvuleikjaspilun.“
„Tölvuleikir eru fyrir alla“.
Fylkir sér fyrir öllum æfingatækjum, leikjum og aðgöngum en þátttakendum er velkomið að spila aðra leiki eða skrá sig inn á sína aðganga.
Námskeiðin eru í boði fyrir krakka á aldrinum 12-17 ára og er hámark 10 í hverjum æfingahóp. Tveir hópar verða í boði fyrir stráka og tveir fyrir stelpur.
Námskeiðin fara fram í rafíþróttaaðstöðu Fylkis. Hægt er að lesa meira um námskeiðið á heimasíðu ADHD samtakanna.