TikTok-reikningur bresku netverslunarinnar EdgyLittlePieces hefur verið að gera allt vitlaust á miðlinum að undanförnu, en notendur virðast margir hverjir hneykslaðir á furðulegri markaðssetningu verslunarinnar á efnislitlum kjólum fyrir jarðarfarir.
Í nokkrum af myndskeiðum verslunarinnar eru heldur efnislitlir kjólar sérstaklega markaðssettir sem „hinir fullkomnu kjólar fyrir jarðaförina“. Í einu myndskeiðanna sýnir kona kjól sem hún segir vera best selda kjólinn fyrir jarðafarir þessa stundina.
@edgylittlepieces Reply to @ge.rgina #SixNationsRugby #fyp #foryou #fashion #GameTok #outfit #outfitideas ♬ original sound - Edgylittlepieces
Myndskeiðin hafa valdið miklu uppnámi hjá notendum miðilsins sem hafa verið óhræddir við að segja sína skoðun. „Ég held að ég myndi enda ofan í kistunni ef ég myndi mæta í þessu í jarðarför,“ skrifaði einn notandinn.
Verslunin hefur deilt fleiri myndskeiðum í þessum dúr sem hafa öll vakið þó nokkra athygli, en þegar myndskeiðin eru skoðuð nánar kemur í ljós að mjög líklega sé um grín að ræða. Það virðast þó ekki allir hafa húmor fyrir þessu gríni, en kjólarnir hafa þó vakið athygli og því líklegt að markmiði verslunarinnar með myndskeiðunum hafi verið náð.
@edgylittlepieces Reply to @.yessummer #fyp #outfit #fashion #smallbusiness #outfitinspo #foryou ♬ Hrs and Hrs - Muni Long