Heimsmeistari í Formúlu 1 kallar þetta trúðasýningu

Max Verstappen datt úr leik í Le Mans 24.
Max Verstappen datt úr leik í Le Mans 24. Mynd/AFP

Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1 keppti um helgina í 24 Le Mans netkeppni. Eftir röð mistaka í keppnishaldi og tvö rauð flögg sem seinkuðu keppninni um klukkutíma fór keppnin af stað en hún stendur yfir í 24 klukkustundir.

Eftir nokkra klukkutíma keppni missti Max Verstappen samband við netþjóninn sem keppnin er keyrð á og datt úr keppni, eftir að hafa verið í fyrsta sæti í þó nokkurn tíma. Þetta hafði gerst áður í keppninni og fengu þá ökuþórar sæti sín til baka en ekki í þessu tilfelli.

Max Verstappen var nefnilega eini spilarinn sem þetta gerðist fyrir á þessum tíma og þurfa að minnsta kosti fjórir spilarar að missa samband á sama tíma svo það teljist vera sök keppnishaldara. 

Mikilvægt fyrir liðið

Max Verstappen og lið hans segja þessa keppni vera mikilvæga fyrir sig. Hann tók í fyrsta skipti þátt árið 2020 þegar Le Mans tók upp á því að halda keppnina á netinu sökum kórónuveirufaraldsins.

Það eru strangar reglur í þessari keppni en tveir ökuþórar í hverju liði þurfa að hafa keppnisréttindi frá FIA til þess að lið megi skrá sig til keppni. 

„Við tökum þessari keppni mjög alvarlega, við fínstillum bílinn fyrir allar mögulegar aðstæður, heitt og kalt veður, rigningu og ekki, dag og nótt. Það fara vikur í undirbúning fyrir keppnina og margir átta sig ekki á því,“ sagði Max Verstappen eftir að hann lauk keppni. 

Netárásir á netþjónana

Gérard Neveu, framkvæmdastjóri keppninnar, sagði í viðtali eftir keppni að mögulega hafi netárásir verið gerðar á netþjónana sem hýstu keppnina og gæti það hafa verið ástæðan fyrir því að Max Verstappen datt úr leik. „Það lítur út fyrir að keppendur hafi óvart deilt slóðinni að netþjóninum með alþjóð og því sett okkur í slæma stöðu gagnvart netþrjótum.“ 

Max Verstappen var pirraður eftir að hann missti samband við keppnina og sést á myndskeiði atburðarrásin þegar hann dettur úr leik.

„Hver er tilgangurinn? Við undirbúum okkur í fimm mánuði fyrir þetta. Ég er í fyrsta sæti og lendi svo í þessu? Þetta er ekki keppni, þetta er trúðasýning,“ sagði Max Verstappen á streyminu. 

Lið hans, Team Redline, sigraði þó keppnina á endanum, en liðsfélagar hans Felipe Drugovich, Felix Rosenqvist, Luke Bennett og Chris Lulham keyrðu seinni bíl liðsins til sigurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir