Kvikmyndin Napóleonsskjölin hefur verið seld til Frakklands, Spánar, Japans og fleiri landa. Beta Cinema sér um dreifingu á myndinni erlendis. Myndin byggir á samnefndri metsölubók eftir Arnald Indriðason.
Napóleonsskjölin eru frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag en hátíðarforsýning fór fram fyrr í vikunni.
Leikstjóri myndarinnar er Óskar Þór Axelsson en fyrri myndir hans eru Svartur á Leik og Ég man þig sem nutu báðar mikilla vinsælda.
Með aðalhlutverk fara Vivian Ólafsdóttir (Leynilögga), Jack Fox (Riviera), Iain Glen (Game of Thrones), Ólafur Darri Ólafsson, Adesuwa Oni (The Witcher), Annette Badland (Ted Lasso), Atli Óskar Fjalarsson og Þröstur Leó Gunnarsson.