Wayne Shorter látinn

Frá tónleikum Wayne Shorter árið 2011.
Frá tónleikum Wayne Shorter árið 2011. AFP/Sebastien Nogier

Bandaríski saxófónleikarinn og tónskáldið Wayne Shorter lést í dag á spítala, 89 ára að aldri. Alisse Kingsley kynningarfulltrúi hans staðfestir andlátið en dánarorsök liggur ekki fyrir. 

Shorter er margverðlaunaður tónlistarmaður en honum hefur verið lýst sem einum fremsta djasssaxafónleikara okkar tíma.

Shorter fæddist 25. ágúst árið 1933 í Newark og byrjaði að spila á klarínett 15 ára gamall áður en hann fór að spila á saxófóninn. 

Eftir að hafa lokið framhaldsskóla lagði hann stund á tónlistarkennaranám í háskóla. Síðar spilaði hann með Maynard Ferguson áður en hann var fenginn til Jazz Messengers árið 1958, þar sem hann spilaði m.a. með Blakey, Freddie Hubbard og Lee Morgan.

Ferill hans spannar ríflega hálfa öld en hann hefur meðal annars kom fram á 10 breiðskífum Joni Mitchell og spilaði með tónlistarmönnum á borð við Carlos Santana og Steely Dan. Þá hefur hann hlotið alls 11 Grammy-verðlaun.

Árið 2008 hélt Shorter tónleika í Háskólabíói á Listahátíð í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar