Ísland hoppaði úr 26. sæti upp í það 24. í veðbönkum í dag. Sigurlíkurnar hafa ekki aukist, en ljóst er að mikill kraftur er í siglingu Diljár Pétursdóttur í veðbönkum þessa vikuna.
mbl.is greindi frá því í gær að frá því að ljóst varð að Diljá yrði fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni hafi Ísland farið upp um tvö sæti. Nú hefur Ísland því alls farið upp um fjögur sæti frá því á laugardag.