Sagði berbrjósta mótmælanda að drulla sér af sviðinu

Avril Lavigne og mótmælandinn á sviðinu.
Avril Lavigne og mótmælandinn á sviðinu. AFP/Dale MacMillan

Æstur umhverfissinni klifraði upp á sviðið á Juno-verðlaunahátíðinni í Kanada á mánudagskvöld í sömu andrá og tónlistarkonan Avril Lavigne var á sviðinu. Lavigne afgreiddi konuna, sem kom upp á sviðið berbrjósta, með því að segja henni að drulla sér af sviðinu. 

Á baki konunnar stóð: „björgum græna beltinu“ og vísar það sennilega til umdeilds uppbyggingarverkefnis í Ontario. 

Lavigne var að kynna atriði á svið þegar konan kom upp á sviðið og reyndi að klára ræðu sína áður en hún sagði konunni til syndanna. „Drullaðu þér í burtu,“ sagði Lavigne um það leiti sem öryggisvörður fylgdi konunni af sviði. 

Uppbyggingarverkefnið sem mótnælandinn vísaði til er verkefni á vegum hins opinbera sem felur í sér að tæplega 3.000 hektara land verður tekið undir íbúðarhúsnæði á næstu árum. Fyrirhugað er að um 50 þúsund heimili verði byggð á svæðinu fyrir árið 2025. Hefur verkefnið verið umdeilt á meðal umhverfisverndarsinna í Kanada. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka