Sjón gagnrýnir JK Rowling

Sjón og JK Rowling.
Sjón og JK Rowling. Samsett mynd

Rithöfundurinn Sjón gagnrýnir JK Rowling, höfund Harry Potter-bókanna, á Twitter en hún hefur verið sökuð um fordóma gagnvart trans fólki.

„JK Rowling hefur leyft sér þann munað að segja „tíminn mun leiða í ljós hvort ég hafi rangt fyrir mér“, á sama tíma og trans fólk þarf að búa við stöðuga hættu á því að missa, ekki bara mannréttindi sín heldur einnig líf sín vegna þess að fólk í forréttindahópum eins og hún er stöðugt að afmennska það,“ skrifaði Sjón á Twitter og vísar þar í ummæli sem Rowling lét falla í hlaðvarpsþætti.

Í þættinum sagðist Rowling hafa vitað að um leið og hún tjáði sig opinberlega um málefni trans fólks „myndu margir vera mjög óánægðir með mig“, að því er dagblaðið Guardian greindi frá. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir