Segir fólkið ekki hafa verið fast í lyftunni

Hljómsveitin reyndi að gera gott úr slæmu.
Hljómsveitin reyndi að gera gott úr slæmu. Ljósmynd/TikTok, Ljósmynd/Aðsend

Kanadíska söngkonan sem öðlaðist frægð sína hérlendis fyrir að syngja í flugvél fullri af farþegum sem sátu fastir um borð á Keflavíkurflugvelli, segir ný TikTok-myndbönd af svipuðum aðstæðum vera grín. Þau séu hennar leið til þess að snúa neikvæðri athygli og líflátshótunum sem hún fékk í kjölfar birtingu myndbands af flugvélasöngnum, upp í húmor og glens.

Ný myndbönd söngkonunnar hafa fengið bæði jákvæða og neikvæða athygli í kjölfar birtingarinnar, meðal annars hér á landi.


Í skriflegu svari til mbl.is segir Jessica Pearson, söngkona þjóðlagasveitarinnar Jessica Pearson and the East Wind, myndböndin vera leið sveitarinnar til þess að svara öllum athugasemdunum með húmor að vopni. Þær hafi ákveðið að grípa til þess í stað þess að reyna að útskýra það sem raunverulega gerðist fyrir fólki en áhöfn vélarinnar bað hljómsveitinina um að létta farþegum lund.

„Eftir að myndbandið af mér að syngja í flugvélinni fór um eins og eldur um sinu fór ég að fá fjölda líflátshótana og mikið hatur á netinu. Fólk var búið að ákveða að ég hefði haldið flugvélinni í gíslingu í tíu tíma og neytt fólk til þess að hlusta á tónlistina mína. Í stað þess að reyna að verja mig og það sem raunverulega gerðist eitthvað frekar ákváðum ég og teymið mitt að búa til myndband af mér að festa fólk inni í lyftu með mér syngjandi. Við báðum fólk um að láta eins og það væri verulega pirrað á mér,“ segir Jessica.

Hún segir að öllum sem tekið hafi þátt í myndbandinu hafi fundist hugmyndin fyndin, það hafi verið mikið hlegið að gjörningnum. Fólkið sem var með henni í lyftunni hafi boðist til þess, enginn hafi verið neyddur til þess að vera með.

„Þegar við birtum þetta fyrst þá sagði fólk í athugasemdum að svona ætti að takast á við hatur á netinu, mér var óskað til hamingju með að ná að svara þessu svona. Núna, rétt rúmum mánuði síðar er myndbandið aftur að birtast hjá fólki og það er að taka því alvarlega. Haldandi það að ég sé að gera fólki þetta viljandi, að neyða þau til þess að hlusta á tónlistina mína í litlum, lokuðum rýmum,” segir Jessica að lokum.

Myndböndin sem um ræðir má sjá hér að ofan.

Jessica og hljómsveit hennar eru væntanlegar til landsins í apríl en þá munu þær, ásamt fleiri sveitum, spila á Café Rosenberg.

Fyrr í mánuðinum sagðist Jessica vera spennt fyrir því að fá að upplifa Ísland, tala við skemmtilegt fólk og njóta íslenskrar náttúru. Þá vonist hún til þess að geta einbeitt sér eitthvað að því að semja nýja tónlist á meðan á dvöl þeirra hér á landi stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir