Ryuichi Sakamoto látinn

Sakamoto á Busan International Film Festival (BIFF) 4. október 2018.
Sakamoto á Busan International Film Festival (BIFF) 4. október 2018. AFP/Jung Yeon-je

Japanska raftónskáldið og tónlistarmaðurinn Ryuichi Sakamoto, Óskars-, Grammy- og Bafta-verðlaunahafi, er látinn, 71 árs að aldri. Sakamoto var þekktur fyrir verk sín, hvort tveggja með hljómsveitinni Yellow Magic Orchestra, YMO, og sem sjálfstæður flytjandi.

Hann greindist með krabbamein öðru sinni árið 2021 og lést á þriðjudaginn eftir því sem umboðsskrifstofa hans greinir frá.

Auk tónlistarinnar sinnti hann leiklist og lék á móti David Bowie í kvikmyndinni Merry Christmas, Mr Lawrence árið 1983 auk þess sem hann fór með hlutverk í The Last Emperor árið 1987, en að þeirri mynd kom hann einnig sem tónlistarhöfundur og hlaut að launum Óskars-, Grammy- og Golden Globe-verðlaun.

Áhrif á teknó og hip hop

Sakamoto hóf tónsmíðar sínar tíu ára gamall undir sterkum áhrifum Bítlanna og franska tónskáldsins Claude Debussy. Hann stofnaði YMO ásamt Haruomi Hosono og Yukihiro Takahashi árið 1978 og höfðu þeir félagar áhrif á síðari tíma teknó- og hip hop-tónlist.

„Asísk tónlist hafði áhrif á Debussy og Debussy hafði mikil áhrif á mig, svo tónlistin ferðast heilan hring umhverfis heiminn,“ sagði Sakamoto árið 2010.

BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan