Mynd af Karli Gústafi Svíakonungi hefur gert allt vitlaust á netinu að undanförnu. Um er að ræða gamla mynd af kónginum þar sem hann sést klæddur sem kona á skíðum. Karl Gústaf var krónprins þegar myndin var birt 1968.
„Eina stúlkan sem ég mun elska er kóngurinn í dragi,“ skrifar Twitter-notandi og birti gamla dagblaðsmynd af Karli Gústafi. Myndin virðist vera viðkvæmt myndefni og þarf að ýta sérstaklega á myndina til að hún birtist.
Danskir miðlar hafa meðal annars fjallað um færsluna sem hafur vakið mikla lukku. Karl Gústaf var aðeins 22 ára og var í páskafrí með vinum þegar myndin var tekin. Var hann með síða hárkollu, farða og berleggjaður. Myndin var tekin í bænum Storlien en það er skíðasvæði í Svíþjóð. Foreldrar Karls Gústafs fengu hús á skíðasvæðinu í brúðkaupsgjöf og er hefð að fara þangað um pásakana á skíði.
Karl Gústaf er þekktur fyrir að kunna að skemmta sér. Hann hefur oft komist í fjölmiðla fyrir verri hluti en að skemmta sér aðeins á skíðum. Hefur hann meðal annars verið sakaður um framhjáhald og að sækja nektardansstaði.
the only girl i’ll ever love
— ellen (@lasse_dronare) March 26, 2023
is kungen in drag pic.twitter.com/ZZq0JIQof9