Svíakonungur í konufötum gerir allt vitlaust

Karl Gústaf Svíakonungur var hress þegar hann var 22 ára.
Karl Gústaf Svíakonungur var hress þegar hann var 22 ára. AFP

Mynd af Karli Gústafi Svíakonungi hefur gert allt vitlaust á netinu að undanförnu. Um er að ræða gamla mynd af kónginum þar sem hann sést klæddur sem kona á skíðum. Karl Gústaf var krónprins þegar myndin var birt 1968. 

„Eina stúlkan sem ég mun elska er kóngurinn í dragi,“ skrifar Twitter-notandi og birti gamla dagblaðsmynd af Karli Gústafi. Myndin virðist vera viðkvæmt myndefni og þarf að ýta sérstaklega á myndina til að hún birtist. 

Danskir miðlar hafa meðal annars fjallað um færsluna sem hafur vakið mikla lukku. Karl Gústaf var aðeins 22 ára og var í páskafrí með vinum þegar myndin var tekin. Var hann með síða hárkollu, farða og berleggjaður. Myndin var tekin í bænum Storlien en það er skíðasvæði í Svíþjóð. Foreldrar Karls Gústafs fengu hús á skíðasvæðinu í brúðkaupsgjöf og er hefð að fara þangað um pásakana á skíði. 

Karl Gústaf er þekktur fyrir að kunna að skemmta sér. Hann hefur oft komist í fjölmiðla fyrir verri hluti en að skemmta sér aðeins á skíðum. Hefur hann meðal annars verið sakaður um framhjáhald og að sækja nektardansstaði. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir