Svíakonungur í konufötum gerir allt vitlaust

Karl Gústaf Svíakonungur var hress þegar hann var 22 ára.
Karl Gústaf Svíakonungur var hress þegar hann var 22 ára. AFP

Mynd af Karli Gúst­afi Sví­a­kon­ungi hef­ur gert allt vit­laust á net­inu að und­an­förnu. Um er að ræða gamla mynd af kóng­in­um þar sem hann sést klædd­ur sem kona á skíðum. Karl Gúst­af var krón­prins þegar mynd­in var birt 1968. 

„Eina stúlk­an sem ég mun elska er kóng­ur­inn í dragi,“ skrif­ar Twitter-not­andi og birti gamla dag­blaðsmynd af Karli Gúst­afi. Mynd­in virðist vera viðkvæmt mynd­efni og þarf að ýta sér­stak­lega á mynd­ina til að hún birt­ist. 

Dansk­ir miðlar hafa meðal ann­ars fjallað um færsl­una sem haf­ur vakið mikla lukku. Karl Gúst­af var aðeins 22 ára og var í páskafrí með vin­um þegar mynd­in var tek­in. Var hann með síða hár­kollu, farða og ber­leggjaður. Mynd­in var tek­in í bæn­um Storlien en það er skíðasvæði í Svíþjóð. For­eldr­ar Karls Gúst­afs fengu hús á skíðasvæðinu í brúðkaups­gjöf og er hefð að fara þangað um pásak­ana á skíði. 

Karl Gúst­af er þekkt­ur fyr­ir að kunna að skemmta sér. Hann hef­ur oft kom­ist í fjöl­miðla fyr­ir verri hluti en að skemmta sér aðeins á skíðum. Hef­ur hann meðal ann­ars verið sakaður um fram­hjá­hald og að sækja nekt­ar­dansstaði. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son