Sagðist ekki vera hálfviti fyrir dómi

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran fór fyrir dóm í gær í …
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran fór fyrir dóm í gær í New York-borg. AFP

Breski tón­list­armaður­inn Ed Sheer­an kom fyr­ir dóm í New York-borg í gær, þriðju­dag, þar sem hann var sakaður um lagastuld í lagi sínu Think­ing Out Loud.

Erf­ingj­ar meðhöf­und­ar lags Mar­vins Gayes, Let's Get it On, halda því fram að Sheer­an, Warner Music Group og Sony Music Pu­blis­hing skuldi þeim pen­inga fyr­ir að hafa stolið lag­inu. 

Sheer­an neitaði því al­farið að hafa stolið lag­inu. „Ef ég hefði gert það sem þú ert að saka mig um að hafa gert, þá væri ég al­gjör hálf­viti að standa á sviði fyr­ir fram­an 20 þúsund manns og gera það,“ sagði tón­list­armaður­inn.

Ekki leyfi­legt að dansa í rétt­ar­saln­um

Rétt­ar­höld­in hóf­ust í gær, þriðju­dag, og varaði dóm­ar­inn sjö manna kviðdóm við því að þrátt fyr­ir að tónlist yrði leik­in fyr­ir rétti væri ekki leyfi­legt að dansa. Gert er ráð fyr­ir að rétt­ar­höld­in muni standa í að minnsta kosti viku að því er fram kem­ur á BBC

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sheer­an kem­ur fyr­ir dóm vegna ásak­ana um lagastuld, en rúmt ár er liðið frá rétt­ar­höld­um í Lund­ún­um vegna lags­ins Shape of You.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell