Sagðist ekki vera hálfviti fyrir dómi

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran fór fyrir dóm í gær í …
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran fór fyrir dóm í gær í New York-borg. AFP

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom fyrir dóm í New York-borg í gær, þriðjudag, þar sem hann var sakaður um lagastuld í lagi sínu Thinking Out Loud.

Erfingjar meðhöfundar lags Marvins Gayes, Let's Get it On, halda því fram að Sheeran, Warner Music Group og Sony Music Publishing skuldi þeim peninga fyrir að hafa stolið laginu. 

Sheeran neitaði því alfarið að hafa stolið laginu. „Ef ég hefði gert það sem þú ert að saka mig um að hafa gert, þá væri ég algjör hálfviti að standa á sviði fyrir framan 20 þúsund manns og gera það,“ sagði tónlistarmaðurinn.

Ekki leyfilegt að dansa í réttarsalnum

Réttarhöldin hófust í gær, þriðjudag, og varaði dómarinn sjö manna kviðdóm við því að þrátt fyrir að tónlist yrði leikin fyrir rétti væri ekki leyfilegt að dansa. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin muni standa í að minnsta kosti viku að því er fram kemur á BBC

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sheeran kemur fyrir dóm vegna ásakana um lagastuld, en rúmt ár er liðið frá réttarhöldum í Lundúnum vegna lagsins Shape of You.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan