Brotinn gítar boðinn upp

Til stendur að bjóða upp rafmagnsgítar, sem Kurt Cobain, söngvari Nirvana, notaði á tónleikum á sínum tíma. Mun uppboðið fara fram dagana 19.-21. maí í New York, en þar verða boðnir upp ýmsir hlutir sem tengjast Cobain og Nirvana, auk þess sem þar verður hægt að kaupa ýmsa minjagripi úr fórum Eddie Van Halen, Elvis Presley, Freddie Mercury og Bill Wyman.

Cobain hafði þann sið að brjóta flesta þá gítara sem hann notaði í lok tónleika sveitarinnar, og þurfti því að setja gítarinn saman aftur að sögn Kody Frederick, starfsmanns Julien's Auctions, sem sér um uppboðið. 

Þrátt fyrir að gítarinn sé gjörsamlega ónothæfur sem hljóðfæri, er engu að síður gert ráð fyrir að það muni fást allt að 80.000 bandaríkjadalir fyrir hann, eða sem nemur tæpum 11 milljónum íslenskra króna. Er það ekki síst vegna þess að allir þrír meðlimir Nirvana, Cobain, bassaleikarinn Krist Novoselic og trommarinn Dave Grohl, rituðu nafn sitt á gripinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar