Sheeran siglir sigrinum heim

Sheeran gekk sáttúr úr dómsalnum í dag.
Sheeran gekk sáttúr úr dómsalnum í dag. AFP

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran gekk brosandi út að eyrum úr dómsal í New York fyrr í dag, þar sem hann hafði betur í höfundarréttarmáli um lagið sitt Thinking out loud.

Tónlistarmaðurinn var sakaður um lagastuld í lagi sínu Thinking out loud. Lagið var talið líkjast laginu Let's get it on eftir tónlistarmanninn Marvin Gaye. Erfingjar Gayes höfðu haldið því fram að Sheeran, Warner Music Group og Sony Music Publishing skuldi þeim fjárupphæð fyrir meintan stuld.

En kviðdómurinn taldi lagið ekki brjóta gegn höfundarréttarlögum og tónlistarmanninn breska mátti sjá með bros á vör fyrir utan dómshúsið í New York. Hann sagði við blaðamenn að hann væri mjög ánægður með niðurstöðuna. 

Bara gaur með gítar

„Hefði kviðdómurinn ákveðið eitthvað annað gætum við mögulega þurft að kveðja frelsi lagahöfunda til þess að skapa,“ segir hann. „Það er bæði hrikalegt og móðgandi að vera sakaður um að stela annarra manna lögum þegar maður leggur svo rosalega mikið í atvinnuna.“

„Ég er bara gaur með gítar sem elskar að gera tónlist sem fólk getur notið góðs af,“ segir hann. „Ég mun aldrei leyfa mér sjálfum að vera sparigrís sem einhver fær að hrista.“

Sheer­an hefur áður ­komið fyr­ir dóm vegna ásak­ana um lagastuld, en rúmt ár er liðið frá rétt­ar­höld­um í Lund­ún­um vegna lags­ síns Shape of You.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup